Bandaríski draumurinn

Þó segja megi að hrunið komi að vestan og margt misjafnt komi frá Kapítalistunum í draumalandinu. Þá er eitt víst að þeir vita út á hvað hlutirnir ganga. Obama hjálpar fjölskyldunum í landinu, hann setur ógrynni fjár út í atvinnulífið, setur fútt í framkvæmdir og eykur útgjöld á vegum hins opinbera til að koma til móts við kreppuna. Hvað gera vitringarnir hér á landi? Nú allt er sett undir niðurskurðarhnífinn og að meðan að sjúklingnum blæðir út þá eru vaktaskipti. Aðgerðir til að bjarga heimilunum í landinu felast í því að lengja í hengingarólinni svo er talað um að rjúfa þing í mars vegna kosninganna, ja fyrr má nú rota en dauðrota. Getum við ekki sparað okkur kostnaðinn við útrásarvíkinginn á Bessastöðum, flugfreyjuna í stjórnarráðinu, rithöfundinn á Svörtuloftum og fleiri útbrunna stjórnmálamenn og fengið Obama til að kíkja á sjúkraskránna.
mbl.is Obama aðstoðar íbúðareigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekki eru allir sammála um að verið sé að gera eitthvað af viti vestra, austur í botnlausa hít sem aðeins lengir í hengingarólinni.

Georg P Sveinbjörnsson, 18.2.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband