Færsluflokkur: Bloggar

Gamlar minningar

Maður þarf ekki að leita lengra en þrjá ættliði aftur í tímann til þess að kynnast lífsháttum sem eru hverjum nútímamanni svo gjörsamlega ókunnugir og fjarlægir að með ólíkindum eru.  Hvaða ungmenni á aldrinum sextán til tuttugu og tveggja vetra myndi í dag sætta sig við að stunda smalamennsku til að sjá sér farborða, vakna klukkan 5 á morgnanna og sitja yfir ánum allan liðlangan daginn, smala þeim á kvöldin og vera jafnvel að til miðnættis. Stunda heimsnúninga og bóklestur á kvöldin, eða fara í vermennsku og gista í vinnubúðum þar sem fé er hýst á vetrum, sem sagt í útihúsum. Hafa með sér mat að heiman í skrínum fyrir vertíðina, viðurgjörning ekki af verri endanum, súrt smjer, tólg, kjet, mjöl eða fisk.  Tala ekki um nýja soðningu þegar fiskast.  Róa dag og nótt í misjöfnum veðrum og hafa súra mysublöndu sér til hressingar við róður. Stunda svo kveðskap, glímu, spil og annað skemmtilegt í landlegum.

 

Til útskýringar þá er ég ekki svo fróður um lífhætti fyrr á öldum heldur er ég að lesa og vitna í Gamlar minningar eftir langafa minn Sigurð Þórólfsson fyrrverandi skólastjóra og stofnanda Hvítárbakkaskóla.  Ég sæi í anda ungmenni í dag komast af við þann kost sem íslendingar almennt til sveita þurftu að lifa við og þær aðstæður sem fólk bjó við ekki lengra síðan en um aldamótin 1900 og áratugina þar á undan. Cocapuffs- og pizzukynslóðin hefði nú gott af því að kynnast smá því harðræði og erfiðu lífsbaráttu sem forverar okkar á þessu landi þurftu að glíma við til þess aðeins að lifa af.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband